Erlent

Telenor brýtur lög

Neytendasamtök í Noregi gagnrýna stærsta símafyrirtæki landsins, Telenor, harðlega og ásaka það um lögbrot. Fjarskiptafyrirtæki í Noregi eiga í harðri samkeppni og hefur verð á farsímum því lækkað til muna á undanförnum árum. Ef keyptur er farsími með fyrirframgreiddu símakorti frá Telenor þarf að greiða 15 þúsund krónur fyrir að skipta um símafyrirtæki fyrsta árið. Neytendasamtökin hafa lengi átt í baráttu við fjarskiptafyrirtækin og segja þau féfletta yngstu viðskiptavini sína. Nýlega voru sett lög um skuldbindingu viðskiptavina við ákveðin farsímafyrirtæki og telja Neytendasamtökin Telenor brjóta á þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×