Erlent

Færeyingar elska pitsur

Færeyingar hafa tekið miklu ástfóstri við pitsur og sódavatn og hefur færeyski landlæknirinn af þessu miklar áhyggjur enda hefur neysla á þessum vörum tífaldast á síðustu átta árum. Hann telur þýðingarmikið að koma á framfæri skilaboðum um skaðsemi þessarar neyslu og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. Færeyska ríkisútvarpið skýrði frá þessu en ársskýrsla landlæknis landsins er nýkomin út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×