Erlent

Bush gagnrýndur

Staða mála í Miðausturlöndum var í brennidepli á leiðtogafundi átta stærstu iðnríkja heims. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði áherslu á að vinna stefnu sinni í Írak og hugmyndum um lýðræðisvæðingu Miðausturlanda fylgis en varð lítið ágengt, sérstaklega í Íraksmálum. Frakkar og Þjóðverjar neita sem fyrr að senda herlið til Íraks. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kváðust þó reiðubúnir að ræða hlutverk Atlantshafsbandalagsins í Írak nánar en Bush vill auka hlutverk þess. Tillögur Bush um að ýta undir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum voru samþykktar en þó ekki fyrr en þær voru tengdar tilraunum til að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Einarður stuðningur Bush við Ísraela var gagnrýndur og efasemdum var lýst um að hægt væri að yfirfæra vestrænt lýðræði á arabalöndin. Einnig hvöttu þjóðaleiðtogarnir til þess að hjálpargögn yrðu send til hrjáðra íbúa Darfur-héraðs í Súdan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×