Erlent

Bjargað af djöflinum

Starfsmaður sirkuss, í gervi djöfulsins, kom sænskum dreng til bjargar eftir að sá síðarnefndi féll út úr einu leiktækjanna. Drengurinn greip í leiktækið og hékk í því, tíu metra uppi í lofti. Ben-Hur Pereira, sem leikur djöfulinn í draugahúsi sirkussins kom auga á drenginn þar sem hann hékk ósjálfbjarga í tækinu. Pereira, sem einnig er loftfimleikamaður, prílaði því upp leiktækið og kom piltinum til hjálpar með því að ýta honum aftur inn í tækið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×