Erlent

Hrapaði í fjöruborðinu

Í það minnsta fjórtán manns létu lífið þegar farþegaflugvél hrapaði í Atlantshafið rétt undan strönd Afríkuríkisins Gabon. Tíu manns af þrjátíu sem voru um borð björguðust á lífi en sex var enn saknað í gærkvöldi. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum við Libreville, höfuðborg Gabon, og féll í hafið 50 metra undan ströndinni. Vélarvandamál komu upp stuttu eftir að vélin fór í loftið og tilraun flugstjóra til að lenda flugvélinni mistókst. Slökkvilið höfuðborgarinnar og franskir sjóliðar hjálpuðust að við björgunaraðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×