Erlent

Bannað að birta úrslit

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt hollenskum stjórnvöldum að hún kunni að kæra þau ef úrslit úr kosningum til þings Evrópusambandsins verða birt á fimmtudag eins og búist er við. Kosningum í 25 aðildarríkjum ESB lýkur ekki fyrr en á sunnudag og samkvæmt reglum sambandsins má ekki greina frá úrslitum fyrr en búið er að loka síðustu kjörstöðum. Sveitarfélög halda utan um kosningarnar og talningu atkvæða í Hollandi og samkvæmt þarlendum lögum er þeim frjálst að gefa upp niðurstöður kosninganna strax en ekki titla þær sem opinber úrslit fyrr en á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×