Bræður sjá um sig sjálfir 15. október 2004 00:01 Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. Frá því fyrir um tveimur og hálfu ári síðan hefur líf bræðranna, sem eru munaðarlausir, gjörbreyst. Hlutfall eyðnismitaðra er hátt í Úganda og fjöldi barna er munaðarlaus. Sjálfboðaliði fann drengina hrædda og illa haldna í lélegum strákofa á bananaakri sem áður var eign foreldra þeirra. Ættingjar drengjanna ásældust akrana og settust drengirnir þar að til að verja eign sína. Þeir voru litnir hornauga af samfélaginu og voru undir hvers manns hæl. Sjálfboðaliðar hafa hjálpað drengjunum við að byggja lítið íbúðarhús og annað hús til að elda svo vistarverur þeirra fyllist ekki af reyk. Þeir fengu hjálp við að koma upp kamri og vatnstanki til að safna rigningarvatni en áður þurftu þeir að sækja vatn um langa leið. Drengirnir hafa fengið geitur og bananaakurinn er aftur kominn í rækt. Muwango stundar viðskipti með hænur sem hann kaupir og elur í nokkurn tíma áður en hann hjólar með þær í næsta stórbæ og selur aftur á hærra verði. Einnig leggur hann mikla áherslu á að Peter, bróðir hans, geti gengið í skóla. Sjálfur hefur Muwango löngun til að læra reiðhjóla- og bílaviðgerðir en hann hefur augljósa hæfileika á tæknisviðinu. Hann hefur með mikilli útsjónarsemi útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og getur hann þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar í stað tveggja en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hann á gamalt og lúið útvarpstæki sem tengt er frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Með því að tengja litla rauða peru við þrjár samanlímdar rafhlöður getur Muwango boðið bróður sínum að lesa stutta stund á kvöldin við einu raflýsinguna í litla þorpinu þeirra. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. Frá því fyrir um tveimur og hálfu ári síðan hefur líf bræðranna, sem eru munaðarlausir, gjörbreyst. Hlutfall eyðnismitaðra er hátt í Úganda og fjöldi barna er munaðarlaus. Sjálfboðaliði fann drengina hrædda og illa haldna í lélegum strákofa á bananaakri sem áður var eign foreldra þeirra. Ættingjar drengjanna ásældust akrana og settust drengirnir þar að til að verja eign sína. Þeir voru litnir hornauga af samfélaginu og voru undir hvers manns hæl. Sjálfboðaliðar hafa hjálpað drengjunum við að byggja lítið íbúðarhús og annað hús til að elda svo vistarverur þeirra fyllist ekki af reyk. Þeir fengu hjálp við að koma upp kamri og vatnstanki til að safna rigningarvatni en áður þurftu þeir að sækja vatn um langa leið. Drengirnir hafa fengið geitur og bananaakurinn er aftur kominn í rækt. Muwango stundar viðskipti með hænur sem hann kaupir og elur í nokkurn tíma áður en hann hjólar með þær í næsta stórbæ og selur aftur á hærra verði. Einnig leggur hann mikla áherslu á að Peter, bróðir hans, geti gengið í skóla. Sjálfur hefur Muwango löngun til að læra reiðhjóla- og bílaviðgerðir en hann hefur augljósa hæfileika á tæknisviðinu. Hann hefur með mikilli útsjónarsemi útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og getur hann þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar í stað tveggja en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hann á gamalt og lúið útvarpstæki sem tengt er frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Með því að tengja litla rauða peru við þrjár samanlímdar rafhlöður getur Muwango boðið bróður sínum að lesa stutta stund á kvöldin við einu raflýsinguna í litla þorpinu þeirra.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira