Erlent

Sýknaður af ákæru um landráð

Morgan Tsvangiræ leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe var í morgun sýknaður af ákæru um landráð. Hann var fyrir rétti sakaður um að brugga Robert Mugabe forseta launráð og taka völdin í landinu fyrir kosningarnar árið 2002. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekki væri hægt að sanna án nokkurs vafa að Tsvangiræ hefði lagt á ráðin um að myrða forsetann. Tsvangiræ er talin helsti pólistíski andstæðingur Mugabe forseta sem hefur verið við völd í Zimbabwe síðustu 24 árin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×