Erlent

Bannað að skilja útundan

Kjarnaríki Evrópusambandsins mega ekki skilja ný aðildarríki útundan að neinu leyti segja Tony Blair og Ferenc Gyurcsany, leiðtogi Ungverja. Talið er að í yfirlýsingu leiðtoganna tveggja felist skilaboð til Frakka og Þjóðverja, sem ásamt Ítalíu hafa verið í fararbroddi sambandsins frá stofnun þess. Á fundi í Búdapest sagði Blair mikilvægt að öll ríkin 25 væru jöfn innan sambandsins, öðruvísi gengi samvistin ekki upp. Það væri óverjandi að senda þau skilaboð til hinna 10 nýju ríkja sambandsins að þau ættu að vera einskonar hliðarafurð fyrst um sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×