Erlent

Harðar árásir í Fallujah

Bandaríkjamenn hafa haldið úti hörðum loftárásum og á borgina Fallujah í morgun. Árásirnar vour gerðar í kjölfar sprenginga í Bagdad í gær. Írösk stjórnvöld krefjast þess að fá jórdanska uppreisnarmanninn Abu Mussab al-Zarqawi framseldan. Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak í gærmorgun. Þær fréttir bárust frá Póllandi í morgun að forsætisráðherran hafi staðfest að Pólverjar væru að undirbúa að draga herlið sitt fra Írak og hæfist heimflutningur þess um áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×