Erlent

Cheney ævareiður

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna og konan hans eru ævareið út í John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa gert samkynhneigð dóttur þeirra að umræðuefni í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í Arizona á miðvikudaginn. Kerry tók dóttur Cheneys sem dæmi þegar hann var spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðra. Hann segir að sér hafi gengið gott eitt til og aðeins verið að benda á að samkynhneigð væri ekki eitthvað sem fólk veldi sér. Cheney og frú segja hins vegar ummæli Kerrys smekklaus og algerlega óviðeigandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×