Erlent

Ósammála um inngöngu Tyrkja

Forseti Frakklands og forsætisráðherra landsins eru ósammála um ágæti þess að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Innganga Tyrkja í Evrópusambandið var til umræðu á franska þinginu í gær að frumkvæði Jaques Chirac, forseta Frakklands, sem styður inngöngu Tyrkja heilshugar. Umræðurnar voru gríðarlega heitar og hefur annað eins ekki sést á þinginu franska í háa herrans tíð. Forsætisráðherran, Jean-Pierre Raffarin sagði hvorki Tyrki né Evrópu reiðubúin undir aðild landsins í ESB. Franska þjóðin virðist sammála honum ef marka má nýjustu skoðanakannanir, þar sem 56% Frakka segjast andvígir aðild Tyrkjanna, en aðeins 36% eru hlynntir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×