Erlent

Íraksstríðið ólöglegt segir Annan

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir stríðið í Írak hafa verið ólöglegt en Annan sagði í viðtali á BBC að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara í stríð í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna hafi verið ólögleg. Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna gerir þjóðum kleift að grípa til hernaðaraðgerða með samþykki öryggisráðsins, líkt og gert var í Kóreu-stríðinu og í Persaflóastríðinu árið 1991.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×