Erlent

Indland sigrar klæðskiptingakeppni

Litrík og íburðarmikil fegurðarsamkeppni klæðskiptinga var haldin í höfuðborg Perús í gær. Fulltrúi Indlands sigraði með yfirburðum. 21 maður tók þátt í keppninni, sem haldin var í höfuðborg Perú, Líma í gær. Keppendur komu fram í baðfötum, sumarkjólum og kvöldkjólum, á vel sóttri sýningu og það var indverski keppandinn, Lidia Zaray, bar sigur úr bítum. Í verðlaun hlaut hún ferð til hinnar fornu Inkaborgar, Kúskó í Andesfjöllum, og margskonar snyrtivörur. Eitt af markmiðum skipuleggjenda keppninnar var að keppnin fengi umfjöllun og yrði sýnileg öllum, en yrði ekki haldin í felum, til að undirstrika réttindabaráttu samkynhneigðra í suður Ameríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×