Erlent

7 handteknir

Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að pakka og selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist eftir neyslu duftsins, og á annað hundrað hafa veikst. Fólkið hafði selt duftið mánuðum saman í norðurhluta landsins áður en athæfið komst upp. Sumt af duftinu var raunverulegt mjólkurduft, en í það vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Fórnarlömbin voru aðallega börn fátækra verkamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×