Erlent

Íraksstríðinu mótmælt

Tuttugu þúsund manns streymdu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla Íraksstríðinu. Mannfjöldinn krafðist þess að hernaði í Írak yrði hætt og hersveitir bandamanna kallaðar heim. Bróðir Kenneths Bigleys, sem myrtur var af mannræningjum í Írak fyrir skömmu, hafði opinberlega hvatt fólk til að taka þátt í göngunni. Skipuleggjendur gerðu sér vonir um að allt upp undir fimmtíu þúsund mann myndu mæta í gönguna, en lögregla telur að um tuttugu þúsund manns hefðu tekið þátt, og voru þar fulltrúar frá mörgum löndum í Evrópu. Mótmælin fóru vel og friðsamlega fram, og var enginn handtekinn né meiddur. Þau marka endann á þriggja daga ráðstefnu um Íraksstríðið og bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram eftir rúmar tvær vikur. Samkvæmt nýrri könnun saxar John Kerry á fylgi Bush. Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsti í dag yfir stuðningi við Kerry í leiðara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×