Erlent

70 þúsund látnir í Súdan?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að sjötíu þúsund flóttamenn hafi látist í Darfur héraði í Súdan á síðustu mánuðum. Yfirvöld í Súdan segja töluna ekki nærri svona háa. Starfsmenn alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja hinsvegar engan vafa, farsóttir hafi breiðst út og malaríutilfellum fjölgað mjög. Þá hafi margir látist af vannæringu. Þessar tölur innihalda ekki fjölda þeirra sem hafa látist af völdum átakanna í héraðinu en það eru að minnsta kosti fimmtíu þúsund manns til viðbótar. Aðskilnaðarsinnar krefjast sjálfsstjórnar í Darfur, og skæruliðar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð og alvarlegar árásir á flóttamenn í héraðinu, að sögn með fulltingi og samþykki stjórnvalda. Nú eru tæplega tvær milljónir flóttamanna í Darfur, og ástandið enn skelfilegt. Leiðtogar Súdan, Nígeríu, Egyptalands og Chad hittast í dag í Libýu til að ræða leiðir til að binda enda á átökin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×