Erlent

Gíslunum fagnað á Ítalíu

Tvær ítalskar konur, sem haldið hefur verið í gíslingu í þrjár vikur í Írak, var mikið fagnað þegar þær komu heim til Ítalíu í gær. Konurnar eru hjálparstarfsmenn og voru þær afhentar Rauða krossinum í Bagdad áður en þær flugu heim til Rómar en þar tóku fjölskyldur þeirra á móti þeim. Báðar konurnar eru við góða heilsu. Samkvæmt dagblaði í Kúveit var óskað eftir að ein milljón bandaríkjadala yrði greidd sem lausnarfé fyrir konurnar og þar kom jafnframt fram að helmingur þeirrar upphæðar hefði verið greiddur á mánudaginn. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×