Erlent

Berlusconi sýknaður

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var síðdegis í dag sýknaður af ákæru um mútugreiðslur. Annar liður ákærunnar um mútugreiðslur var látinn niður falla þar sem of langt er liðið frá meintum brotum. Berlusconi var sakaður um að hafa mútað dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldi hans. Krafist hafði verið átta ára fangelsis yfir Berlusconi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×