Erlent

Litháar fyrstir til að staðfesta

Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sambandsins sem forystumenn aðildarríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar. Stjórnarskráin var samþykkt með atkvæðum 84 þingmanna á Seimas, þingi Litháens. Fjórir þingmenn greiddu atkvæði gegn stjórnarskránni og þrír sátu hjá en fimmtíu þingmenn voru fjarstaddir þegar atkvæði voru greidd um stjórnarskrána. Stjórnarskráin á að taka gildi 2007. Öll aðildarríki verða að staðfesta hana fyrir þann tíma til að hún taki gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×