Erlent

Lögreglumaður skotinn til bana

Einn lögreglumaður var skotinn til bana af skæruliðum á Haítí, sem eru hliðhollir forsetanum fyrrverandi Jean-Bertrand Aristide. Mikil átök voru í landinu í gær og áttu friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og uppþotalögregla Haítí fullt í fangi með að hafa heimil á uppreisnarmönnunum. Þrír dagar eru liðinr síðan bráðabirgðastjórnvöld í landinu hétu því að uppræta gengi sem eru sökuð um að hafa staðið fyrir ofbeldinu sem þar hefur geysað í tvær vikur. Alls hafa 56 manns látið lífið í þeim átökum. Stuðningsmenn Aristide segja að lögreglan hafi byrjað ofbeldið þegar hún skaut tvo mótmælendur til bana þann 30. september í kröfugöngu þar sem óskað var eftir endurkomu forsetans fyrrverandi. Hann flúði úr embætti þann 29. febrúar þegar uppreisn var gerð í landinu. Gerard Latourte, forsætisráðerra bráðabirgðastjórnarinnar, hefur gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að hafa ekki sent nægilega marga hermenn til landsins til að stöðva átökin. Alls eru 3200 friðargæsluliðar starfandi á Haítí í stað 8700 eins og lofað hafði verið. Átta milljónir manna búa í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×