Erlent

Með byssukúlu í höfðinu í 8 ár

Þrettán ára gömul stúlka frá Afganistan, sem hefur verið með byssukúlu í höfðinu í átta ár, er komin til Japans til að fara í skurðaðgerð. Fatema Safar var skotin í höfuðið í skotárás, stuttu eftir að talíbanar náðu völdum í Afganistan, en faðir hennar lést í árásinni. Safar missti sjón á vinstra auga og þjáist af slæmum höfuðverkjum. Byssukúlan hefur verið að grafa sig dýpra inn í höfuðið og læknar segja að stúlkan lifi í mesta lagi tvö ár til viðbótar, verði ekkert að gert. Japönsk hjálparstofnun safnaði í kjölfarið peningum til að stúlkan kæmist til Japans í aðgerð. Myndin af Safar var tekin eftir komuna til Japans í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×