Erlent

Byrjað að telja atkvæði

Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman. Að sögn embættismanna er talið að 75 prósent skráðra kjósenda hafi greitt atkvæði. Búist er við að talning atkvæða taki viku en úrslitin eiga að liggja endanlega fyrir áður en mánuðurinn er úti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×