Erlent

Snúið við vegna sprengjuhótunar

Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. Farþegar voru þegar í stað látnir yfirgefa vélina eftir lendingu og eru lögregla og starfmenn Standsted-vallarins að rannsaka vélina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×