Erlent

Fólk aðstoðað í kjölfar skjálfta

Hjálparstarfsmenn reyna nú að koma mat og teppum til fólks, sem hefst við á götum úti og í íþróttahúsum eftir að eftirskjálfti upp á 5,8 á richter reið yfir í norðurhluta Japans í morgun. Um hundrað þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín eftir skjálftann um helgina og er stór hluti svæðisins er án vatns, rafmagns og gass. Skjálftinn var 6,8 á richter og er tala látinna komin upp í 24. Embættismenn óttast að skemmdir kunni að hafa verið miklar í skjálftanum í morgun þar sem byggingar séu nú þegar sumar illa farnar eftir skjálftann um helgina. Hlutabréf á mörkuðum í Tokíó féllu í morgun þegar þeir opnuðu, en óvissan um afleiðingar skjálftana hefur áhrif á efnahagslífið. Skjálftinn á laugardaginn var sá versti í Japan síðan 1995 þegar yfir 6200 manns létust í skjálfta sem var 7,2 á richter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×