Erlent

Cartier-Bresson látinn

Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson er látinn, 95 ára að aldri. Bresson er þekktur fyrir götuljósmyndir sínar en hann var einn af fyrstu ljósmyndurum í heiminum sem gerðu daglegt líf að viðfangsefni sínu og var frumkvöðull á sviði fréttaljósmynda. Bresson stofnaði meðal annars Magnum-ljósmyndasamtökin árið 1947. Hann vann í Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar og sat í fangabúðum nasista í þrjú ár áður en hann slapp úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×