Erlent

Heilbrigð sál með fallegt andlit

Heilbrigð sál í hraustum líkama með fallegt andlit virðist vera íbúum hinna norrænu ríkjanna efst í huga þegar þeir óska sér jólagjafar í ár. Þetta er niðurstaða sænsks fyrirtækis sem gerir markaðsrannsóknir fyrir jólin í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Efst á óskalistanum er motta til jógaiðkunar, gjafakort hjá lýtalæknum og ýmsar heilsuvörur. Danir skera sig þó aðeins úr hinum þjóðunum þar sem kokteilhristari er í öðru sæti á eftir jógamottunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×