Erlent

Áróðursauglýsingar gegn Bush

Hundruðum milljóna dala er nú eitt í sjónvarpsauglýsingar og kosningaáróður í Bandaríkjunum. Stór hluti þess fjárausturs er á vegum sjálfstæðra samtaka sem í orði eru ótengd forsetaframbjóðendunum tveimur. Stöð 2 sýndi í gær auglýsingu frá hópi fyrrverandi hermanna í Víetnam sem bera John Kerry þungum sökum. Í orði er hópurinn ótengdur Repúblíkanaflokknum, en á borði er sambandið þó nánara. Demókratar og hópar á vinstri kanti bandarískra stjórnmála eru engu betri, og virðast raunar hafa mun digurri sjóði heldur en þeir hægra megin. Move On heitir þekktasti hópurinn, sem beitt hefur sér af hörku gegn Bush forseta undanfarin misseri. Sá hópur nýtur meðal annars stuðnings auðmannsins George Soros og kvikmyndaframleiðandans Stevens Bing, svo að einhverjir séu nefndir. Röð auglýsinga barst frá hópnum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×