Erlent

Kærð vegna límmiða

Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. Límmiðinn var settur í bækurnar eftir að tvö þúsund manns skrifuðu undir ályktun þar sem námsefninu var mótmælt vegna þess að ekkert var fjallað um sköpunarsöguna eins og hún birtist í Biblíunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×