Erlent

Minnsta kókaínframleiðsla í 14 ár

Nær þriðjungi minna landsvæði var lagt undir framleiðslu kókalaufa til kókaíngerðar á síðasta ári en þremur árum fyrr samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. 154 þúsund hektarar landssvæðis í Kólumbíu, Perú og Bólivíu voru á síðasta ári lagðir undir ræktun kókalaufa. Það er minnsta landsvæði sem hefur verið lagt undir ræktunina um fjórtán ára skeið í þessum þremur löndum sem sjá um stærstan hluta kókaínframleiðslu heimsins. Kókalaufin sem voru ræktuð í fyrra duga til framleiðslu 665 tonna af kókaíni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×