Erlent

Öflugir jarðskjálftar í Japan

Einn fórst í öflugum jarðskálftum sem skóku Japan í morgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af Tókýó. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir. Nokkru síðar riðu öflugir eftirskjálftar yfir og ollu skemmdum og slysum á fólki. Þó að eftirskjálftarnir hafi ekki verið jafn kraftmiklir og fyrsti skjálftinn virðist sem afleiðingar þeirra séu alvarlegri. Lest fór út af sporinu, skriður féllu, hraðbraut rofnaði og rafmagnslínur slitnuðu. Í það minnsta einn fórst og nokkur fjöldi fólks slasaðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×