Innlent

Samar á Íslandi

Menning lifir ekki nema hún fái að þróast segja Samar sem eru hér á landi til að kynna þjóð sína og land. Þeir óttast ekki að þjóðareinkenni glatist á meðan unga fólkið finnur nýjar leiðir til að vinna úr því gamla. Samar kynna Íslendingum þjóð sína á samískum dögum í Höfuðborgarstofu þessa helgi. Samar eru á bilinu 60-100 þúsund og búa þeir í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands, þó stærsta samfélagið sé í Noregi. Lífshættir þeirra hafa tekið stórkostlegum breytingum á síðustu áratugum, þeir hafa hætt hirðingjalífinu að mestu og tekið upp fasta búsetu með nútímaþægindum. Engu að síður halda þeir fast í hefðir sínar Einn Samanna sem komnir eru til landsins af þessu tilefni, Sunniva Juhls, segir þá hafa samískt þing og háskóla þar sem námið fari fram á samísku. Þannig þrói þeir menninguna á nýjan hátt - séu með annan fótinn í gamla heiminum en taki um leið skref í nýja átt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×