Erlent

Fann nýra á Netinu

Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum Netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Sjúklingurinn, Bob Hickey, hafði keypt nýrað af sér yngri manni með aðstoð vefsíðunnar MatchingDonors.com. Sá síðarnefndi var einn af 500 einstaklingum sem svöruðu auglýsingu Bobs á vefsíðunni en auglýsing þar mun kosta um 20 þúsund krónur á mánuði. Bob hafði þurft á nýrnaígræðslu að halda síðan 1999 og hafði gefist upp á hefðbundnum leiðum við að finna líffæragjafa. Að sögn lækna heilsaðist honum vel eftir aðgerðina í gær. Málið hefur vakið upp bæði siðferðileg og lagaleg álitaefni í tengslum við kaup á líffærum úr heilbrigðu fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×