Erlent

Höfum jafn mörg gen og ormar

Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. Hingað til hefur verið talið að milli 30 og 40 þúsund gen væri að finna í mannslíkamanum. Samkvæmt nýrri rannsókn eru genin þó aðeins milli 20 og 25 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×