Erlent

Bill mætir til leiks

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni. Aðstoðarmenn Kerrys hafa undanfarna daga lagt hart að Clinton að leggja sitt lóð á vogarskálarnar á síðustu vikum baráttu Kerrys og Bush. Meðal annars vonast liðsmenn Kerry til þess að forsetaframbjóðandinn og Bill Clinton muni koma saman opinberlega í nokkur skipti áður en kjósendur ganga til kjörstaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×