Erlent

Kosningunum mótmælt

Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Lukashenko hefur stjórnað Hvíta Rússlandi með harðri hendi í tíu ár. Hann hefur látið handtaka flesta andstæðinga sína og allir fjölmiðlar landsins dansa eftir hans nótum. Andstæðingar forsetans segjast vera búnir að fá nóg og vilja steypa honum af stóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×