Erlent

Cheney óttast kjarnorkuárás

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér á fundi í gær að mögulegt væri að hryðjuverkamenn myndu nota kjarnorkuvopn á bandarískar borgir í framtíðinni og í ljósi slíkrar hættu væri John Kerry ekki rétti maðurinn til þess að hafa í embætti forseta um þessar mundir. Talsmenn Kerry gera lítið úr ummælum Cheney og segja þau einungis til þess fallin að hræða almenning. Staðreyndin sé sú að Bandaríkjastjórn hafi nánast ekkert gert til þess að sporna við þróun kjarnavopna í Íran og Norður Kóreu undanfarin ár og því geti Cheney engan veginn haldið því fram að stjórnvöld séu með heildstæða áætlun gegn ógn kjarnavopna í gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×