Erlent

Lítil spilling á Íslandi

Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims. Það eru samtökin Transparency International, alþjóðleg samtök sem berjast gegn spillingu, sem árlega birta þennan lista yfir mest og minnst spilltu lönd heims. Finnland trónir á toppinum sem minnst spillta landið í heiminum öllum, þar á eftir kemur Nýja Sjáland og svo Ísland og Danmörk í þriðja til fjórða sæti með einkunnina 9.5 af tíu mögulegum. Af öðrum löndum má nefna að Noregur er í áttunda sæti, Bretland í því ellefta og Belgía, Írland og Bandaríkin deila saman sautjánda sætinu. Á hinum endanum er Bangladesh talið spilltasta land í heimi og þar á eftir Haíti, Nígería, Chad og Burma. Skýrsla samtakanna dregur sérstaklega fram í ljósið að spilling virðist að öllu jöfnu vera gríðarleg í olíuframleiðsluríkum. Þannig er gríðarmikil spilling í Rússlandi, Venesúela, Ecuador, Indónesíu, Nígeríu og Íran og Írak. Eitt af vandamálunum þar er að mútur ganga þar á báða bóga á milli embættismanna og forsvarsmanna vestrænna olíufyrirtækja. Þá fer spilling versnandi meðal annars í Póllandi og Luxembúrg en góðu fréttirnar eru þær að nokkur lönd hafa verulega tekið sig á hvað opinbera spillingu varðar og eru þá sérstaklega nefnd sig sögunnar Frakkland, Tékkland, Tæland, Sviss og Þýskaland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×