Erlent

Geðsjúks morðingja leitað

Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann. Ekki er talið að konan og drengurinn hafi þekkst, en hún var á leið til vinnu og drengurinn í skólann. Lögregla telur morðingjann geðsjúkan og hættulegan. Morðvopnið fannst og nú er leitað fingrafara á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×