Erlent

Úrslit standa þrátt fyrir svindl

Þó að kosningasvindl hafi augljóslega átt sér stað í kosningunum í Afganistan er nánast útilokað að kosningarnar verði dæmdar ógildar að sögn kosningaeftirlitsmanns. Ljóst þykir að átt hafi verið ólöglega við nokkra kjörkassa. Eftirlitsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segir hins vegar að þótt öll atkvæðin úr þeim yrðu dæmd ógild myndi Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, samt áður verða kjörinn forseti. Þegar búið er að telja 97 prósent atkvæða hefur Karzai fengið 55,4 prósent þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×