Erlent

Stækkun ESB til umræðu

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sat leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Laulasmaa í Eistlandi í gær af hálfu Íslands í fjarveru Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Aðalumræðuefni fundarins var framtíð Eystrasaltsráðsins í ljósi nýafstaðinnar stækkunar Evrópusambandsins. Nú standa einungis Ísland, Noregur og Rússland utan Evrópusambandsins af ellefu aðildarríkjum ráðsins. Geir bauð til næsta fundar leiðtoganna á Íslandi á árinu 2006, en Íslendingar taka við formennsku í Eystrasaltsráðinu í júní á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×