Erlent

Tvær árásir í Afghanistan

Þrjú börn og lögreglumaður létust í sprengjuárás í Afghanistan í gær. Þá létu tveir bandarískir hermenn lífið í sambærilegri sprengjuárás í landinu í dag. Árásirnar eru gríðarlegt áfall, þar sem vonast hafði verið til að óöldin í Afghanistan væri loks að lokum komin. Aðeins vika er síðan fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í langan tíma voru haldnar í Afghanistan og var vonast til að tímabil stöðugleika myndi fylgja í kjölfarið. Yfirvöld í Afghanistan eru þó vongóð um að árásirnar í dag séu einungis lítilsháttar bakslag í barátunni fyrir friði í landinu, en ekki það sem koma skuli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×