Erlent

Persaflóaheilkennið staðfest

Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa sýnt fram á tivist svokallaðs Persaflóa-heilkennis sem er hugtak, sem notað hefur verið yfir kerfisbundin veikindi bandarískra hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu. Þúsundir hermanna þjást af veikindum sem ekki hefur tekist að útskýra. Meðal einkenna eru minnistap, síþreyta og stöðugur svimi. Vísindamennirnir segjast nú handvissir um að veikindin séu tilkomin vegna verunnar í Írak. Ýmist vegna taugagass frá Írökum eða vegna lyfja sem hermennirnir voru látnir taka og áttu að verja þá fyrir áhrifum efnavopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×