Erlent

Ísraelar færa stöðvar sínar

Stjórnvöld í Ísrael ætla að færa tvær stórar landamærastöðvar sínar í tengslum við brotthvarf hersins og landnema frá Gaza-ströndinni. Háttsettur ísraelskur embættismaður tilkynnti þetta í dag og jafnframt að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði þegar fyrirskipað brottflutninginn. Önnur landamærastöðin, sem er á þeirri leið sem palestínskir verkamanna fara til vinnu í Ísrael, mun færast inn fyrir landamæri Ísraels. Færsla hinnar stöðvarinnar er háð samþykki egypskra yfirvalda en til stendur að færa hana suður fyrir landamæri Egyptalands að Gaza-ströndinni. Með færslu stöðvanna verður endi bundinn formlega á sameiginlegt landamæraeftirlit Ísraela og Palestínumanna sem kveðið var á um í friðarsamningum frá síðasta áratug. Það samstarf hefur í raun legið niðri síðan uppreisn Palestínumanna hófst fyrir þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×