Erlent

Ísland fyrirmyndin

Verður í framtíðinni nauðsynlegt að sökkva sér ofan í bækur til að finna þorsk? Þetta er fyrirsögn í heilsíðuauglýsingu nærststærstu verslunarkeðju heims, Carrefour. Auglýsingin birtist í Sviss, Frakklandi, Belgíu og á Spáni föstudaginn 4. júní. Neðar í auglýsingunni stendur að Carrefour, sem rekur 6.067 verslanir í 29 löndum, vilji vera virkt í þátttöku ábyrgra fiskveiða. Til þess að koma í veg fyrir ofveiði í einni uppáhaldsfisktegund heims, þorski, hafi Carrefour sett í framkvæmd áætlun sem miðið að því að vernda stofninn. Það selji íslenskan þorsk frá frá fyrirtækjum sem stundi sjálfbæra veiðiaðferð, línuveiðar. Landið sé til fyrirmyndar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir auglýsinguna gríðarlega mikla viðurkenningu á störfum og stefnu sjávarútvegsins. "Verið er að undirstrika það að fólk kunni að meta ábyrga fiskveiðistjórnun. Þetta ætti að vera okkur hvatning til að halda áfram á þessum grunni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×