Erlent

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu í tengslum við rannsókn á meintum mútugjöfum ísraelsks auðkýfings sem sonur Sharons starfaði fyrir. Rannsókn á málinu og aðild Sharon-fjölskyldunnar hefur staðið svo mánuðum skiptir en talið var að kaupsýslumaðurinn David Appel hafi borið fé í son forsætisráðherrans sem hafi í staðinn liðkað fyrir um viðskipti Appels. Ríkissaksóknari Ísraels hefur nú ákveðið að sækja Sharon ekki til saka sem er talið geta orðið hugmyndum Sharons, um brotthvarf frá Gasa-ströndinni, til framdráttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×