Erlent

Opið bréf til höfuðs Bush

Bush Bandaríkjaforseti á von á nýrri bylgju harðrar gagnrýni frá tuttugu og sex fyrrverandi sendiráðunautum og hermönnum í vikunni. Þeir hyggjast birta opið bréf þar sem hvatt er til þess að forsetinn verði ekki endurkjörinn nú í nóvember. Einkum líkar höfundum bréfsins illa hvernig Bush hefur leikið bandamenn Bandaríkjanna og segja þeir hann hafa stórskaðað bandalög sem tók áratugi að byggja upp. Þar með hafi hann valdið óbætanlegum skaða. Flestir mannanna voru skipaðir í stöður sínar á valdatíma Reagans og Bush eldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×