Erlent

Króatía semur um skuldir

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda í Króatíu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um tæplega 100 milljóna dala lán. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda króatísk stjórnvöld sig til að skera niður útgjöld ríkisins og lækka skuldir. Fjárlagahalli Króatíu á síðasta ári var 6,3% af landsframleiðslu en samkomulagið gerir ráð fyrir að hallarekstur megi ekki vera meiri 4,5%. Skuldir ríkisins nema 77% af landsframleiðslunni. Búist er við að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins staðfesti samkomulagið á fundi sínum 4. ágúst næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×