Viðskipti

PWC krefst frávísunar

Endurskoðunarfyrirtækið PWC krefst þess að máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrirtækinu verði vísað frá dómi, en fyrirtaka var í málinu Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Slitstjórn Glitnis krefst viðurkenningar á bótaskyldu PWC þar sem ársreikningar bankans hafi ekki gefið rétta mynd af stöðu hans.

Viðskipti innlent

Rannsóknarnefnd um ÍLS skilar af sér í febrúar

Rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs stefnir á að skila skýrslu sinni til Alþingis um miðjan febrúar. Forseti Alþingis fundaði með nefndinni í byrjun mánaðarins, en vinna nefndarinnar hefur reynst mun tímafrekari en gert var ráð fyrir þegar henni var komið á fót.

Viðskipti innlent

Vínbúðin má ekki neita því að taka áfenga drykki í sölu

Íslensk lög mega ekki heimila Vínbúðinni, sem hefur einkarétt á smásölu áfengis, að neita því að taka í sölu áfenga drykki. Þetta er niðurstaða EFTA dómstólsins sem í dag veitti Héraðsdómi Reykjavíkur ráðgefandi álit varðandi málið. Málið, sem rekið er fyrir héraðsdómi, varðar tvær ákvarðanir ÁTVR. Í fyrri ákvörðuninni synjaði ÁTVR umsókn um að þrír drykkir yrðu teknir til sölu í verslunum hennar á þeim forsendum að myndmál á umbúðum bryti í bága við almennt velsæmi á Íslandi. Í síðari ákvörðuninni (,,ákvörðunin um sérmerkingar") setti ÁTVR það skilyrði fyrir samþykki sínu að innflytjandinn, HOB-vín, merkti sex mismunandi áfenga drykki með límmiðum sem á stæði: "áfengur drykkur".

Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun, en sá fundur er jafnframt síðasti vaxtaákvörðunarfundur nefndarinnar á árinu.

Viðskipti innlent

Fimm þúsund bréf vegna vanskila

Um fimm þúsund félög hafa enn ekki skilað inn ársreikningi. Skil hafa batnað og færri félög voru sektuð í ár en í fyrra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga munu auka gagnsæi og fjölga úrræðum eftirlitsaðila. Tilgreina verður tíu stærstu eigen

Viðskipti innlent

HSBC greiðir 240 milljarða í sekt

HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum.

Viðskipti erlent

Kári: Gleðidagur fyrir íslenskt samfélag

Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum.

Viðskipti innlent

Heiðar Már stærsti einstaki eigandi Vodafone

Forsvarsmenn Fjarskipta, rekstraraðila Vodafone, telja að markmið um að ná fram dreifðu eignarhaldi fyrirtækinu á Íslandi, hafi náðst þegar 60% eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í félaginu var boðinn út í síðustu viku. Að loknu útboðinu eiga lífeyrissjóðir um 51,1% í félaginu, fjármálafyrirtæki eiga 16,4% og verðbréfasjóðir 11,4%. Önnur fyrirtæki og einstaklingar eiga 21,1% hlut í félaginu.

Viðskipti innlent

Íslensk erfðagreining seld fyrir 50 milljarða króna

Samkomulag hefur tekist um að bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupi allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Kaupin voru samþykkt einróma í stjórn Amgen og verður kaupverðið greitt að fullu í reiðufé.

Viðskipti innlent

Hlutdeild erlendra flugfélaga minnkar á næsta ári

Erlend flugfélög sem fljúga hingað til lands ætla aðeins að fjölga um eina ferð hingað á viku næsta sumar, en Icelandair ætlar að fjölga um átján ferðir á viku, frá því framboði sem var síðastliðið sumar, samkvæmt athugun Túrista á væntanlegri ferðatíðni.

Viðskipti innlent