Viðskipti innlent

Vínbúðin má ekki neita því að taka áfenga drykki í sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensk lög mega ekki heimila Vínbúðinni, sem hefur einkarétt á smásölu áfengis, að neita því að taka í sölu áfenga drykki. Þetta er niðurstaða EFTA dómstólsins sem í dag veitti Héraðsdómi Reykjavíkur ráðgefandi álit varðandi málið. Málið, sem rekið er fyrir héraðsdómi, varðar tvær ákvarðanir ÁTVR. Í fyrri ákvörðuninni synjaði ÁTVR umsókn um að þrír drykkir yrðu teknir til sölu í verslunum hennar á þeim forsendum að myndmál á umbúðum bryti í bága við almennt velsæmi á Íslandi.

Þessi ákvörðunu laut að drykkjunum, „Tempt 2 Apple", „Tempt 7 Elderflower Blueberry" og „Tempt 9 Strawberry Lime", en umboðsaðili þeirra óskaði eftir því að þeir yrðu teknir til reynslusölu í verslunum sínum. Vínbúðirnar höfnuðu því að taka drykkina í sölu vegna þess að umbúðir þeirra væru myndskreyttar með kvenmannsleggjum og að því er virðist nöktu holdi. Myndskreytingunum væri „augljóslega ætlað að gera vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt" og að kynferðisleg skírskotun þeirra blasti við. Þetta væri á mörkum hins almenna velsæmis.

Í síðari ákvörðuninni („ákvörðunin um sérmerkingar“) setti ÁTVR það skilyrði fyrir samþykki sínu að innflytjandinn, HOB-vín, merkti sex mismunandi áfenga drykki með límmiðum sem á stæði: „áfengur drykkur".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×